Mannakorn - Í Núinu (CD)

  • Sale
  • Regular price € 27.90


Í tilefni af 40 ára afmæli sveitarinnar senda Mannakorn frá sér nýja plötu. Gripurinn nefnist "Í núinu" og inniheldur níu ný lög úr hinni einstöku laga- og textasmiðju Magnúsar Eiríkssonar. Þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson hófu samstarf árið 1974 undir vinnuheitinu Hljómsveit Pálma Gunnarssonar en fyrsta plata þeirra kom út árið 1975 og bar heitið Mannakorn, sem þróaðist svo út í verða nafn hljómsveitarinnar.

Pálmi og Magnús hafa alla tíð myndað kjarna Mannakorna en allt frá árinu 1979, á plötunni Brottför kl. 8, hefur Ellen Kristjánsdóttir einnig verið órjúfanlegur huti af Mannakornum og hún kemur að sjálfsögðu við sögu á nýju plötunni. "Í núinu" er tíunda hljóðversplata Mannakorna með nýju efni og sú þriðja á sl. fimm árum en vinsældir Mannakorna hafa sjaldan verið meiri en einmitt á undanförnum árum eins og sjá má á góðri plötusölu og afbragðsaðsókn á tónleika.

Þórir Úlfarsson stýrir upptökum á "Í núinu" en meðal hljóðfæraleikara og söngvara á plötunni má nefna Stefan Má og Magnús Magnússsyni (Eiríkssonar) og Ninnu Rún og Ragnheiði Helgu Pálmadætur (Gunnarssonar). Mannakorn hafa því gengið í endurnýjun lífdaga í ýmsum skilningi