Pollapönk - Aðeins meira Pollapönk (CD)

  • Sale
  • € 9.99
  • Regular price € 27.90


Icelandic rockband for the younger ones and their parents! :)  Pollapönk's 3rd album.

Listen to the new song, "Hananú" here.

Icelandic:

Pollapönk er hljómsveit fyrir alla. Konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla.

Pollapönk er hugarfóstur leikskólakennarana Heiðars og Halla, oft kennda við hljómsveitina Botnleðju.  Geisladiskurinn Pollapönk (2006) var útskriftarverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. Skemmst er frá því að segja að sá diskur féll í góðan jarðveg bæði hjá börnum og fullorðnum. Lög eins og “Leyniskápurinn” og  “Aðalsteinn” voru mikið spiluð og nutu mikilla vinsælda.

 Árið 2007 barst þeim félögum liðsstyrkur er Guðni Finnsson og Arnar Gíslason úr hljómsveitunum Ensími og Dr Spock, gengu til liðs við þá. Markmiðið með Pollapönk er að búa til tónlist og texta sem bæði börn og fullorðnir geta haft gaman af.  Einnig að skapa hljómsveit fyrir börn sem fylgt er eftir af sama metnaði og ef um hljómsveit fyrir fullorðna væri að ræða.

Í byrjun árs 2010 hóf hljómsveitin vinnu við sína aðra breiðskífu sem ber heitið “Meira Pollapönk”.  Voru tekin upp 15 lög og má þar nefna “113 vælubíllinn”, “Þór og Jón eru hjón”, “Pönkafinn”, “Keyrða kynslóðin” og “Kjólakallinn”. Í lögunum er tekið á málum sem bæði börn og fullorðnir velta fyrir sér. Meira Pollapönk kom út 31. maí 2010 á vegum Record Records.

Nú er komið að þriðju breiðskífu Pollapönk og heitir hún Aðeins Meira Pollpönk og kom út 2. nóvember 2011.