Fleiri Prjónaperlur

  • Sale
  • Regular price € 26.90


ONLY AVAILABLE IN ICELANDIC.

Fleiri Prjónaperlur


Í þessari bók finnurðu mikla prjónagleði.

Fleiri Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni er sjálstætt framhald af bókinni Prjónaperlur sem kom út árið 2009.

Bókin er full af spennandi, skýrum og skemmtilegum uppskriftum frá íslensku prjónafólki á öllum aldri, hvaðanæva af landinu. Í bókinni er einnig gefin innsýn inn í íslenska prjónamenningu, því auk uppskriftanna má hér finna fjölda frásagna, prjónaráða og fjörugan fróðleik um prjónalífið og listina, sem gaman er að glugga í hvort sem prjónarnir eru uppi við eða ekki.

Uppskriftirnar í bókinni eru um 60 talsins og eru þær vandlega valdar og unnar af okkur frænkum. Hér er að finna uppskriftir fyrir bæði byrjendur og lengra komna, stór, litil, flókin og einföld stykki... en einmitt þannig er prjónið frá grasrótinni. Svo litríkt og skemmtilega fjölbreytt eins og fólkið sjálft.

Gleðilegt prjón
Erna & Halldóra